Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. janúar 2019

Rausnarlegur stuðningur MAX1 í 10 ár

MAX1 Bílavaktin (Brimborg) afhenti Krabbameinsfélaginu rausnarlegan fjárstyrk á dögunum. Þetta er 10. árið í röð sem fyrirtækið leggur Bleiku slaufunni lið.

MAX1 Bílavaktin leggur átakinu lið með því að láta hluta af sölu Nokian vetrardekkja í október renna til félagsins auk þess að selja Bleiku slaufuna á sölustöðum MAX1. 

„Við höfum átt afar farsælt samstarf við MAX1 Bílavaktina og Brimborg í áratug og erum afar þakkklát þeim góðvilja sem við finnum frá þeim. Svona stuðningur er Krabbameinsfélaginu ómetanlegur,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. 

Hún tók á móti styrknum í Ráðgjafarþjónustu félagsins af Sigurjóni Árna Ólafssyni, framkvæmdastjóra MAX1 Bílavaktarinnar. 

Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn og samstarfið.