Ása Sigríður Þórisdóttir 26. september 2022

Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar

Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu - tryggðu þér miða!

Við mörkum upphaf Bleiku slaufunnar 2022 með opnunarhátíð í Háskólabíói fimmtudaginn 29. september. Bleika slaufan frumsýnd og sérstök forsýning á kvikmyndinni: ,,Mrs. Harris goes to Paris“

Húsið opnar kl. 19:00 með bleikri stemmingu í anddyri þar sem samstarfsaðilar kynna og selja bleikar vörur til styrktar átakinu.Klukkan 20:00 er stutt opnunar- og kynningardagskrá átaksins auk þess sem auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Aðgangseyrir er kr. 4.500.Innifalið er miði á sýninguna og Bleika slaufan 2022 sem að þessu sinni kemur úr smiðju Orrafinn skartgripa. Láttu þig ekki vanta – höfum gaman saman!

Miðar eru ekki sendir út en viðskipavinir vinsamlega beðnir um að sýna útprentaða kvittun við innganginn eða kvittun í síma.