Guðmundur Pálsson 14. nóvember 2018

Öflugur og árviss stuðningur Pennans mikilvægur Bleiku slaufunni

  • Frá vinstri: Margrét Grétarsdóttir þjónustufulltrúi fyrirtækjaþjónustu Pennans, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir fjáröflunarstjóri KÍ, Logi Már Jósafatsson aðstoðarsölustjóri og Þórunn Inga Sigurðardóttir vörustjóri rekstrarvara Pennans.

Um árabil hefur Penninn látið allan ágóða af sölu Bleika pennans frá Pentel renna til átaksins. Þessi penni er aðeins fáanlegar meðan á átakinu stendur og hafa viðskiptavinir Pennans ekki látið sitt eftir liggja og tryggt sér eintak í stríðum straumum enda um frábært málefni og vandaða vöru að ræða.

Í dag komu fulltrúar Pennans á fund Krabbameinsfélagsins og afhentu félaginu veglegan fjárstyrk.

Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn!