Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. október 2019

Mikil gróska hjá félaginu á Selfossi í Bleikum október

  • Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Selfosskirkju

Krabbameinsfélag Árnessýslu stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá í októbermánuði þar sem boðið er upp á fjölbreytta viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Það er mikið að gerast hjá okkur í október og fjöldi viðburða búinn að eiga sér stað. Bleika messan 6. október var bæði falleg og skemmtileg, kirkjan var troðfull og presturinn klæddist að sjálfsögðu bleikum skrúða,“ segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu: „Vinnustaðirnir á svæðinu eru mjög virkir og það er mikill meðvindur með starfinu okkar hér á Selfossi. Í dag, á Bleika deginum, er svo bleikur Jógatími og auðvitað var bleikt bakkelsi með kaffinu í jafningjastuðningshópnum okkar í gær en stærsti viðburðurinn í mánuðinum er Bleika Boðið sem haldið verður 18.október.“

Hér eru þær Svanhildur, Séra Ninna Sif og Erla, starfsmaður hjá félaginu á Selfossi.Á myndinni eru þær Svanhildur, Séra Ninna Sif og Erla, starfsmaður hjá félaginu á Selfossi.

Dagskrá Bleika mánaðarins má sjá hér:

11. október kl.16:00. Jóga í YogaSálir. Opinn tími í lokuðum hópi fyrir félaga Krabbameinsfélags Árnessýslu. Lang besta leiðin til að ljúka vikunni og fara slakur inn í helgina. Staðsetning – YogaSálir (fyrir aftan Flugger)
17. október kl.17:00 Fyrirlestur Matta Ósvald markþjálfa. Haldinn að Eyravegi 23, aðgangur frír og viðburður opinn öllum!!
18. október kl.13:00. FöstudagsSpjall. Opið hús, heitt á könnunni og gotterí í skál. Staðsetning - Eyravegur 23!
18. október kl.16:00. Jóga í YogaSálir. Bleikur-Opinn tími í lokuðum hópi fyrir félaga Krabbameinsfélags Árnessýslu. Lang besta leiðin til að ljúka vikunni og fara slakur inn í helgina. Staðsetning – YogaSálir (fyri aftan Flugger)
18. október kl.19:30 BleikaBoðið. Haldið á Hótel Selfoss, stærsta fjáröflun félagsins, happdrættismiðar, skemmtiatriði og stórstjörnur.
24. október kl.17:00 BrosKaffi. Jafningjastuðningur, spjall og kósý með ilmandi kaffibolla og bleikt nammi í skál. Staðsetning - Eyravegur 23!
25. október kl.16:00. Jóga í YogaSálir. Opinn tími í lokuðum hópi fyrir félaga Krabbameinsfélags Árnessýslu. Lang besta leiðin til að ljúka vikunni og fara slakur inn í helgina. Staðsetning – YogaSálir (fyrir aftan Flugger)
31. október kl.18:00. KarlaKaffi. Jafningjastuðningur og kynning á hugmyndum sem liggja fyrir um eflingu karlastarfsins. Staðsetning - Eyravegur 23!