Bíókvöld Bleiku: Mamma Mia & Bleika slaufan. Regína Ósk & stefanía Svavars koma okkur í stuð fyrir sýninguna
Leggðu góðu málefni lið og eigum saman skemmtilega kvöldstund. Auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Regína Ósk og Stefanía Svavars koma okkur svo í gírinn með nokkrum ABBA lögum og síðan horfum við saman á myndina og syngjum með!
Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2021 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói fimmtudaginn 30. september: Sérstök sýning verður á kvikmyndinni MAMMA MIA!
Bleik stemning verður í anddyri frá kl. 19 þar sem samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar kynna bleikar vörur. Dagskrá hefst svo kl. 20 með forsýningu á auglýsingu átaksins og skemmtidagskrá þar sem meðal annars koma fram söngkonurnar Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 4.500 og innifalið er miði á sýninguna, skemmtidagskrá og Bleika slaufan 2021 sem að þessu sinni er glæsilegt hálsmen úr smiðju Hlínar Reykdal.
Ath. Myndin er án texta.