Ása Sigríður Þórisdóttir 28. september 2021

Bíókvöld Bleiku: Mamma Mia & Bleika slaufan. Regína Ósk & stefanía Svavars koma okkur í stuð fyrir sýninguna

Leggðu góðu málefni lið og eigum saman skemmtilega kvöldstund. Auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Regína Ósk og Stefanía Svavars koma okkur svo í gírinn með nokkrum ABBA lögum og síðan horfum við saman á myndina og syngjum með!

Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2021 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói fimmtudaginn 30. september: Sérstök sýning verður á kvikmyndinni MAMMA MIA!

Bleik stemning verður í anddyri frá kl. 19 þar sem samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar kynna bleikar vörur. Dagskrá hefst svo kl. 20 með forsýningu á auglýsingu átaksins og skemmtidagskrá þar sem meðal annars koma fram söngkonurnar Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir.

Aðgangseyrir er kr. 4.500 og innifalið er miði á sýninguna, skemmtidagskrá og Bleika slaufan 2021 sem að þessu sinni er glæsilegt hálsmen úr smiðju Hlínar Reykdal.

Ath. Myndin er án texta.

Þær Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir munu svo sjá um að koma okkur í réttu stemmingu fyrir myndina.

Abba2020Face