Konur leggið okkur lið - Það tekur einungis nokkrar mínútur að svara spurningalistanum
Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir rannsókn á áhrifum ýmissa þátta, svo sem blæðinga, barneigna, brjóstagjafar, getnaðarvarna, tíðarhvarfahormóna og áfengisneyslu á tíðni brjóstakrabbameins. Öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt. Með góðri þátttöku gefst okkur kostur á að skilja betur hvers vegna tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu áratugi.
Upplýsingarnar verða nýttar til að efla skilning á orsökum krabbameina og til að geta þróað áfram leit að brjóstakrabbameini. Mögulegt er að þær verði einnig nýttar í aðrar mikilvægar vísindarannsóknir á krabbameinum, og hugsanlega í samvinnu við aðila utan Krabbameinsfélagsins.