Sóley Jónsdóttir 27. september 2018

Íbúðir fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni

Ráðgjafarþjónustan rekur átta íbúðir fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra meðan á meðferð stendur.

Vissir þú að Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins rekur átta íbúðir fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra meðan á meðferð stendur? Mikilvægi slíkrar þjónustu verður seint ofmetið fyrir þá sem njóta góðs af.

Kynntu þér íbúðirnar hér.

Svava Aradóttir sem hafði afnot af einni íbúðanna árið 2016 sendi okkur þessar línur:

,,Mig langar til að skrifa og þakka fyrir afnot af íbúðinni við Rauðarárstíg sem bróðir minn, Þórhallur Arason og ég fengum að búa í í lok síðasta árs og fram í janúar á þessu ári. Þetta var algerlega ómetanlegt fyrir hann sem býr úti á landi og mig sem kom frá Danmörku til að vera með honum á þessum erfiða tíma. Íbúðin er frábærlega staðsett, vel búin húsgögnum og í henni er allt til alls. Þjónustan sem við fengum var frábær og er vel um íbúðina hugsað. 

Með hjartans þökkum og kærum kveðjum,
Svava Aradóttir