Guðmundur Pálsson 17. október 2018

Gyllta slaufan komin í hendur eiganda síns

  • Uppboð 2018

Sérhannað gullhálsmen Bleiku slaufunnar var afhent eiganda sínum við hátíðlega athöfn í gær.

Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari og hönnuður Bleiku slaufunnar í ár smíðaði eitt gullhálsmen af Bleiku slaufunni úr 14 karata gulli. Þetta einstaka eintak var boðið upp og lauk uppboðinu föstudaginn 12. október.

Fjölmargir tóku þátt í uppboðinu sem fór fram á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar. Jón Sigurðsson sigraði uppboðið og eignaði sér gullslaufuna með 160 þúsund króna boði og rennur allur ágóði óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Jón tók við slaufunni við hátíðlega athöfn í gær. Um leið og við þökkum Jóni fyrir stuðninginn óskum við honum hjartanlega til hamingju með að eiga nú þennan einstaka grip.

GullslaufanFrá afhendingu gullslaufunnar: Valgerður Sigurðardóttir, formaður KÍ, Jón Sigurðsson eigandi gullslaufunnar, Páll Sveinsson gullsmiður og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ.