Guðmundur Pálsson 17. október 2018

Fær þinn hópur 300.000 kr. ferða­vinning?

  • Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ og Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri Heimsferða handsala samstarfið.

Bleikur ferðavinningur frá Heimsferðum að upphæð 300.000 kr. handa heppnum vinkvennahópi sem skráir sig til leiks.

Í Bleiku slaufunni tökum við höndum saman við vinkonuhópa því samstöðukraftur kvenna getur verið magnaður. Það sýna hópar sem halda saman svo áratugum skiptir í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning og hvatningu þegar á þarf að halda. Í ár eru vinkonuhópar hvattir til að skrá sig á vef Bleiku slaufunnar og í framhaldi mun Krabbameinsfélagið verða í sambandi og senda hópunum hagnýta fróðleiksmola og minna á þátttöku í skimun.

FRESTUN Á ÚTDRÆTTI

Uppfært 22. október kl 16:20:
Til stóð að draga út einn heppinn vinahóp mánudaginn 22. október kl. 17:00 sem fengi ferðavinning að upphæð kr. 300.000 frá Heimsferðum. Vegna misskilnings um að skráning færi fram í ummælum á Facebook hefur verið ákveðið að fresta útdrætti. Skráningu lýkur því klukkan 10:00 föstudaginn 26. október og heppinn vinkonuhópur verður dreginn út í beinni útsendingu á Facebook síðu Bleiku slaufunnar kl 11:00 sama dag. En er því tækifæri fyrir alla vinkonuhópa landsins að standa saman, virkja vináttuna og skrá sig strax í dag

Stuðningur Heimsferða er ekki aðeins fólgin í þessum rausnarlega ferðavinningi því dagana 12.-31. október rennur andvirði einnar Bleikrar slaufu, 2.500 krónur, af hverri ferðabókun til Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir ómetanlegan stuðning!