Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. október 2018

Doktor Google og Google Maps - Málþing

Málþing um brjóstakrabbamein í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 16. október 2018 kl 17-18:30.

Málþingið Doktor Google og Google Maps - Hvernig verður vegferðin, er haldin á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. 

Erindi flytja: Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir á Leitarstöð, Agnes Smáradóttir krabbameinslæknir, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK, Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar og Hildur Baldursdóttir deilir reynslusögu.

Fundarstjóri er Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Málþingið, sem er öllum opið, er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Konur eru hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um brjóstamyndatöku og leghálskrabbameinsleit.