Ása Sigríður Þórisdóttir 28. september 2022

Bleikur dagur í Misty 1. október - 20% af sölu dagsins rennur til bleiku slaufunnar

Misty tekur þátt í átaki Bleiku slaufunnar í ár eins og fyrri ár. Í þetta sinn ætla þau að bjóða í bleikt boð til okkar á Laugarveg laugardaginn 1.október milli kl. 14-16.

Misty gefur 20% af sölu dagsins í átak Bleiku slaufunnar og vona þau að þið hjálpið þeim við að láta upphæðina verða sem veglegasta.
 
Léttar veitingar í boði, Tropic.is verður með kynningu á heilsuvörunum sínum, Central Iceland mun selja húfur og trefla merkta Bleiku slaufunni, djúsí happdrætti og hin eina sanna gleðisprengja Bobbie Michelle verður á staðnum.