Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. október 2019

Arion banki styrkir Bleiku slaufuna um 1 milljón

Í tilefni Bleiku slaufnnar afhenti Arion banki Krabbameinsfélaginu eina milljón króna í styrk.

Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, afhenti Helga Björnssyni, fjármálastjóra Krabbameinsfélagsins, styrkinn í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni þann 10. október síðastliðinn. 

Arion banki hefur um langt árabil stutt við starf Krabbameinsfélagsins.

Að lokinni styrkveitingu flutti Birna Þórisdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, erindið „Er þetta allt í genunum?“ fyrir starfsfólk Arion banka.

Krabbameinsfélagið þakkar Arion banka kærlega fyrir styrkinn.