Skimun fyrir leghálskrabbameini
Í skimun er tekið frumusýni frá leghálsi með það að markmiði að finna eins fljótt og hægt er þær konur sem hafa frumubreytingar eða krabbamein á snemmstigi. Því fyrr sem hægt er að bregðast við og fjarlægja þess háttar frumubreytingar því betra.
Hverjum er boðið í skimun?
Konum á aldrinum 23-65 ára stendur til boða skimun fyrir leghálskrabbameini þriðja hvert ár.
Hvað er skimun?
Í skimun er tekið frumusýni frá leghálsi með það að markmiði að finna eins fljótt og hægt er þær konur sem hafa frumubreytingar (sem eru forstig leghálskrabbameins) eða krabbamein á snemmstigi. Því fyrr sem hægt er að bregðast við og fjarlægja þess háttar frumubreytingar því betra. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að krabbamein nái að myndast.
Ávinningur og áhætta skimunar
Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skimun fyrir leghálskrabbameini hófst hér á landi fyrir hálfri öld hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%.
Það er konum í sjálfsvald sett hvort þær þiggi boð í skimun. Gott er að kynna sér upplýsingar um ávinning og áhættu.
Hvar er hægt að fara í skimun?
Skipulögð hópleit að leghálskrabbameini fer fram á Leitarstöðinni í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 2. hæð. Konur eru einnig velkomnar í leghálskrabbameinsleit á flestar heilsugæslustöðvar og til sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalækna.
- Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið leit@krabb.is eða hringja í síma
540 1919 á milli kl. 8:00 og 15:30 alla virka daga.
Frekari upplýsingar
- Hér má sjá vefsíðu Leitarstöðvarinnar
og nánari upplýsingar um leghálskrabbameinsleit.
- Hér má sjá algengar
spurningar um leghálskrabbameinsleit og svör við þeim.
- Einnig er vert að skoða myndböndin Hver er þín afsökun? sem svarar ýmsum spurningum um leghálsskoðun og Í
leghálsskoðun með GoPro þar sem Saga Garðarsdóttir bregður sér í
leghálsskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til að sýna hversu einfalt og
fljótlegt það er að fara í leghálsskoðun.