Skimun fyrir brjóstakrabbameini

  • Bleika slaufan 2018

Í skimun eru teknar röntgenmyndir af brjóstum með það að markmiði að auka líkurnar á að brjóstakrabbamein uppgötvist snemma í sjúkdómsferli. Snemmgreining eykur líkur á að hægt sé að meðhöndla meinið með minni aðgerð og vægari meðferð heldur en ef meinið fyndist síðar í sjúkdómsferlinu. 

Hverjum er boðið í skimun?

Konum á aldrinum 40-69 ára stendur til boða skimun fyrir brjóstakrabbameini annað hvert ár. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í leit á tveggja ára fresti.

Hvað er skimun?

Í skimun eru teknar röntgenmyndir af brjóstum með það að markmiði að auka líkurnar á að brjóstakrabbamein uppgötvist snemma í sjúkdómsferli. Snemmgreining eykur líkur á að hægt sé að meðhöndla meinið með minni aðgerð og vægari meðferð heldur en ef meinið fyndist síðar í sjúkdómsferlinu. Það getur aukið lífsgæði sé horft til langs tíma. Snemmgreining dregur einnig úr dauðsföllum af völdum sjúkdómsins.

Ávinningur og áhætta skimunar

Það er konum í sjálfsvald sett hvort þær þiggi boð í skimun. Gott er að kynna sér upplýsingar um ávinning og áhættu.

Hvar er hægt að fara í skimun?

Í Reykjavík fer hópleitin fram á Leitarstöðinni í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 2. hæð. Á Akureyri fer hún fram á Heilbrigðisstofnun Norðurlands og á landsbyggðinni er boðið upp á brjóstakrabbameinsleit á heilsugæslustöðvum á árlega eða annað hvert ár samkvæmt skipulagi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um skoðunarstaði og dagskrá hópskoðunar utan Reykjavíkur og Akureyrar haustið 2018.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið leit@krabb.is eða hringja í síma 540 1919 á milli kl. 8:00 og 15:30 alla virka daga.

Frekari upplýsingar

https://www.youtube.com/watch?v=rL2kbmLBsCs