Skimun

Mæting minnkar líkur á krabbameini og dregur úr dánartíðni.


Bleika slaufan 2018

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Í skimun eru teknar röntgenmyndir af brjóstum með það að markmiði að auka líkurnar á að brjóstakrabbamein uppgötvist snemma í sjúkdómsferli. Snemmgreining eykur líkur á að hægt sé að meðhöndla meinið með minni aðgerð og vægari meðferð heldur en ef meinið fyndist síðar í sjúkdómsferlinu. 

Lesa meira

Skimun fyrir leghálskrabbameini

Í skimun er tekið frumusýni frá leghálsi með það að markmiði að finna eins fljótt og hægt er þær konur sem hafa frumubreytingar eða krabbamein á snemmstigi. Því fyrr sem hægt er að bregðast við og fjarlægja þess háttar frumubreytingar því betra.

Lesa meira

Af hverju er ekki skimað fyrir fleiri tegundum krabbameins?

Skimað er fyrir tveimur tegundum krabbameins á Íslandi, brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þriðja skimunarverkefnið er í undirbúningi þar sem stefnt er að leit að krabbameini í ristli og endaþarmi.

Lesa meira

Myndband: Hver er þín afsökun?

Sumar konur þiggja ekki boð í leghálskrabbameinsleit þrátt fyrir þann árangur sem víðtæk skimun fyrir því meini hefur skilað. „Hver er þín afsökun?“ er myndband sem svarar spurningum um leghálskrabbameinsleit sem Krabbameinsfélag Íslands lét útbúa með hjálp læknanema og annarra velunnara félagsins.

Lesa meira

Myndband: Í leghálsskoðun með GoPro

Grínistanum Sögu Garðarsdóttur er hreint ekki fisjað saman. Í tilefni af bleikum október fyrir nokkrum árum brá hún sér í leghálsskoðun á Leitarstöðinni með GoPro-myndavél á höfðinu til þess að sýna fram á hversu einfalt og fljótlegt það er að fara í leghálsskoðun.

Lesa meira

Myndband: Sirrý heimsækir leitarstöðina

Fyrir nokkrum árum heimsótti fjölmiðlakonan Sirrý Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, fór í brjóstaskoðun og ræddi við starfsfólk Leitarstöðvarinnar

Lesa meira

Hvað veist þú um leghálskrabbamein? Taktu prófið!

Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skimun fyrir leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dregið úr fjölda nýrra tilfella og dánartíðni úr sjúkdómnum snarlækkað.

Með því að taka prófið lærir þú ýmislegt um leghálskrabbamein og hvernig draga má úr líkum á því.

Lesa meira

Hvað veist þú um brjóstakrabbamein? Taktu prófið!

Með því að taka brjóstaprófið lærir þú að þekkja staðreyndir um krabbamein í brjóstum, sem er algengasta krabbamein hjá konum. Með því að þekkja einkenni og mæta í skoðun er oft hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi.

Lesa meira