Bólusetning fyrir HPV-veirum

Bólusetning minnkar verulega líkur á leghálskrabbameini. Hún veitir þó ekki fulla vörn og því er nauðsynlegt að bólusettar konur mæti reglulega í skimun.

Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veirur sem smitast við kynlíf valda sjúkdómnum í 99% tilfella. Á Íslandi er HPV-bólusetning gegn leghálskrabbameini nú hluti af almennum bólusetningum barna og nær til stúlkna í 7. bekk. Bólusett er í skólum og í einstaka tilfellum á heilsugæslustöðvum. Talið er að bólusetningin gefi a.m.k. 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Þar sem ekki fæst full vörn með bólusetningunni er nauðsynlegt að bólusettar stúlkur mæti reglulega í skimun fyrir leghálskrabbameini síðar á ævinni.

Hér má lesa um HPV-bólusetninguna á heimasíðu Embættis landlæknis.

Hér eru algengar spurningar um HVP-veiruna og svör við þeim.