Bleika slaufan 2023

Bleika slaufan í ár hönnuð af gullsmíðameisturunum Lovísu Halldórsdóttur Olesen og Unni Eir Björnsdóttur

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum og er einstaklega falleg. Helga og Orri hófu samstarf sitt árið 2012 og hafa síðan hannað og smíðað undir nafninu Orrifinn Skartgripir. Þau reka verslun og verkstæði að Skólavörðustíg 43 þar sem þau selja skartgripalínur sínar. Helga er sjálf með BRCA genið og er því mjög mikið með hugann við þennan málstað. Þau bera mikla virðingu fyrir þessu verkefni og finnst mikill heiður að vera treyst fyrir hönnun slaufunnar.

„Það var algjör hugljómun að vinna Bleiku slaufuna eins og hún væri hluti af Fléttu skartgripalínunni okkar. Merking Fléttu talar tungumál Bleiku slaufunnar fullkomlega, hún stendur fyrir umhyggju og vináttu" segir Helga. 

Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merkingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju. 

Orrifinn_stilla_7

„Slaufan er fléttuð úr þráðum, hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman eins og átak Bleiku slaufunnar hefur sýnt" 

Bleika slaufan 2022 verður í sölu frá 30. september til 20. október í vefverslun Krabbameinsfélagsins, í verslun Orrafinn á Skólavörðustíg 43 og hjá söluaðilum um land allt.

 

Myndband um gerð Bleiku slaufunnar

https://www.youtube.com/watch?v=2_P--AKL4GQ