Bleika slaufan 2018

Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, en hann sigraði í samkeppni Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar 2018. 

Bleika slaufan 2018 táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein.

Samkeppnin fór nú fram í sjöunda sinn í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Við þökkum öllum þeim gullsmiðum sem sendu inn tillögur að Bleiku slaufunni í ár.

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum afar ánægð með samstarfið við Félag íslenskra gullsmiða og hlökkum til að þróa það áfram.

Uppboð

Páll smíðaði einstakt gulleintak af Bleiku slaufunni sem er nú boðið upp á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar og selt hæstbjóðanda á Bleika deginum föstudaginn 12. október. Uppboðið stendur til kl. 15:00 þann dag. Til að bjóða í hálsmenið þarf að setja inn athugasemd hér við myndbandið og tilgreina upphæðina sem boðin er.
„Og nú skorum við á fyrirtæki að bjóða í þennan einstaka grip og ánafna hann einhverri einstakri konu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.