Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sýnum lit - sýnum samstöðu

Í ár vekjum við athygli á að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum. Sérstaklega minnum við á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila myndband Kaupa Bleiku slaufuna

6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf í viðtölum, tölvupóstum og símtölum.

870

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

384

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 41 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2022.

Vinir slaufunnar

Bláa Lónið

Bláa lónið lætur 30% af söluverði hvers Blue Lagoon Rejuvenating varasalva renna til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Epal

20% af söluvirði bleikra Frederik Bagger vara renna til Bleiku slaufunnar í október.

Jógasetrið

Jógasetrið stendur fyrir möntrukvöldi með tónheilun til styrktar Bleiku slaufunni. Kvöldið fer fram föstudaginn 21. október kl. 19-20:30. Aðgangseyrir er kr. 4.000.

handknattleiksdeild harðar - bleikar treyjur

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði selur treyjur í samstarfi við Bleiku slaufuna og Sigurvon krabbameinsfélags, treyjan kostar 5.000 kr. og allur ágóðinn eða 2.500 kr. rennur til styrktar Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

TePe tannhreinsivörur

Henry Schein Fides gefa Bleiku slaufunni allar þær bleiku TePe tannhreinsivörur sem seldar eru í vefverslun félagsins. Að auki styrkir TePe framleiðandinn í Svíþjóð átakið með ágóða af þeim vörum sem seldar eru í apótekum og til tannlækna.

icepharma

Gefa Krabbameinsfélaginu 100 Camelbak brúsa með merki Bleiku slaufunnar sem seldir verða í vefverslun félagsins til styrktar átakinu.

Bleik ský 2023

Bleik ský er veggdagatal þar sem ný bleik skýjamynd fylgir hverjum mánuði ársins 2023. 

Ljósmyndir Ólafar Jakobínu Ernudóttur af himninum yfir Íslandi eru prentaðar í skærum bleikum lit sem færir með sér birtu og yl. 

Pappýr framleiðir, hannar og selur gjafavöru sem oftast er úr því góða og gamla efni pappír. 

Fyrir hvert selt dagatal skilar Pappýr 1.000 krónum af andvirðinu til stuðnings við Krabbameinsfélagið og er dagatalið í sölu allt fram að áramótum. 

Tribus

Gefa 200 kr. af hverjum seldum Face Halo Glow og Face Halo Cherry til styrktar Bleiku slaufunni.

Face Halo fæst hjá Beautybox, Heimkaup, @Home gjafavöruverslun Akranesi, Heimadekur Vestmannaeyjum, Shay á Selfossi, Svartir Svanir á Akureyri og í Siglufjarðarapóteki.

Bleiku sokkarnir frá sockbox

Sockbox styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. að lágmarki af hverju sokkapari.

Kakí Hafnarfirði

Styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. af hverju seldu lavender room spray frá Ilmur Ísland í október. Íslensk framleiðsla úr hágæða olíum, einstaklega róandi, bætir svefn og gefur góðan og ferskan ilm fyrir rúmfatnaðinn.

Brauð & Co

Chilli ostaslaufa á Bleika deginum 14. október í bakaríum Brauð & Co.
Allur ágóði af sölu Chilli ostaslaufunnar rennur til Bleiku Slaufunnar.

Sjá alla samstarfsaðilaBleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum.


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna