Bleiki dagurinn er 14. október 2016!

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 14. október 2016

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Við hvetjum fólk til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér, vinahópum og vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Einnig er hægt að nota #bleikaslaufan og birtist þá myndin á vef Bleiku slaufunnar www.bleikaslaufan.is.

Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleikar kveðjur!

Krabbameinsfélagið